Fréttir

19. desember 2018 10:53

Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót

Þjónustuver Landsbankans verður opið helgina fyrir jól frá klukkan 12-18, þ.e. laugardaginn 22. desember og á Þorláksmessu, sunnudaginn 23. desember. Útibú, afgreiðslur og Þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag, nema hvað Þjónustuver fyrirtækja verður opið frá kl. 9-12 á gamlársdag.

Einstaklingar geta haft samband við Þjónustuver Landsbankans með því að hringja í síma 410 4000, nýta sér netspjallið á vef Landsbankans, senda tölvupóst í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða senda skilaboð í gegnum Messenger.

Starfsfólk fyrirtækja getur haft samband við Þjónustuver fyrirtækja með því að hringja í síma 410 5000 eða senda tölvupóst í netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.


Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
22. des Laugardagur Opið í Þjónustuveri einstaklinga kl. 12-18
23. des Sunnudagur Þorláksmessa Opið í Þjónustuveri einstaklinga kl. 12-18
24. des Mánudagur Aðfangadagur Lokað
25. des Þriðjudagur Jóladagur Lokað
26. des Miðvikudagur Annar í jólum Lokað
27. des Fimmtudagur   Opið  
28. des Föstudagur Opið
29. des Laugardagur   Lokað
30. des Sunnudagur Lokað
31. des Mánudagur Gamlársdagur Lokað
(Opið í Þjónustuveri fyrirtækja kl. 9-12)
     
1. jan Þriðjudagur Nýársdagur Lokað
2. jan Miðvikudagur   Opið

18. nóvember 2019 10:07

Landsbankinn fær góða umsögn um samfélagsábyrgð hjá Sustainalytics

Landsbankinn hefur fengið UFS-áhættumat frá Sustainalytics sem snýr að samfélagsábyrgð bankans. Landsbankinn fékk mjög góða einkunn og er bankinn í 6. sæti af 376 bönkum sem Sustainalytics hefur mælt í Evrópu.


Nánar

19. nóvember 2019 08:59

Hagsjá: Mesti fjöldi fasteignaviðskipta síðan 2007

Í október var 950 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og hafa viðskipti í stökum mánuði ekki verið fleiri síðan í júní 2007. Aukin sala á dýrari svæðum gæti leitt til hækkunar á vísitölu íbúðaverðs.


Nánar

19. nóvember 2019 07:39

Hagsjá: Launþegum fækkar mikið í lykilgreinum

Miklar sviptingar hafa verið hvað varðar fjölda launþega í íbúðabyggingum og ferðaþjónustu á síðustu árum með mikilli og stöðugri aukningu fram til 2017. Síðan hefur dregið úr fjölgun og launþegum ferðaþjónustu tók að fækka frá fyrra ári strax í febrúar 2019.


Nánar