Samfélagssjóður

Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru veittir námsstyrkir, samfélagsstyrkir og umhverfisstyrkir. Dómnefndir eru skipaðar fagfólki á hverju sviði.

Styrkir úr Samfélagssjóði Landsbankans

Beinn stuðningur við samfélagið er liður í stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð. Stuðningur úr samfélagssjóði kemur til viðbótar við fjölbreytt samstarfsverkefni bankans á sviði mannúðarmála, menningar, menntunar, nýsköpunar og íþrótta um land allt.

Það er stefna Landsbankans að leita til fagfólks um dómnefndarstörf og skipar það meirihluta í öllum dómnefndum. Allir umsækjendur þurfa að fylla út rafræna umsókn hér á vef bankans. Opnað verður fyrir umsóknir í hverjum flokki a.m.k. fjórum vikum áður en umsóknarfrestur rennur út.

Umsóknir um styrki
  Umsóknarfrestur Umsóknir
Námsstyrkir
20. mars 2018 Lokið
Umhverfisstyrkir
25. maí 2018 Lokið
Samfélagsstyrkir
3. október 2018 Lokið

Námsstyrkir

Landsbankinn veitir veglega námsstyrki til viðskiptavina bankans á hverju ári. Styrkirnir eru fimmtán talsins og nemur heildarupphæð þeirra 6.000.000 kr.

Umsóknarfrestur árið 2018 er liðinn.

Styrkirnir skiptast þannig:

 • 3 styrkir til framhaldsskólanáms, 200.000 kr. hver.
 • 3 styrkir til iðn- og verknáms, 400.000 kr. hver.
 • 3 styrkir til háskólanáms (BA/BS/BEd), 400.000 kr. hver
 • 3 styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi, 500.000 kr. hver
 • 3 styrkir til listnáms, 500.000 kr. hver

Nánar um námsstyrki

Umhverfisstyrkir

Umhverfisstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Styrkir til umhverfismála byggja á stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð hans og skyldur. Heildarupphæð umhverfisstyrkja nemur 5.000.000 kr. og eru þeir veittir í tveimur þrepum.

Umsóknarfrestur árið 2018 er liðinn.

Veittir eru styrkir í tveimur þrepum.

 • 650.000 kr.
 • 300.000 kr.

Nánar um umhverfisstyrki

Samfélagsstyrkir

Landsbankinn veitir fimmtán milljónir króna í samfélagsstyrki. Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal á sviði mannúðarmála, menningar og lista, menntunar, rannsókna og vísinda, forvarnar- og æskulýðsstarfs og sértækrar útgáfustarfsemi.

Umsóknarfrestur árið 2018 er liðinn.

Veittir eru styrkir í þremur þrepum:

 • 1.000.000 kr.
 • 500.000 kr.
 • 250.000 kr.

Nánar um samfélagsstyrki

Almennir styrkir

Við vekjum athygli á því að hægt er að senda inn almenna styrkbeiðni ef umsókn fellur ekki að skilgreiningu Samfélagssjóðs.

Styrkþegar fyrri ára

Landsbankinn hefur úthlutað styrkjum úr Samfélagssjóði nokkrum sinnum á ári frá árinu 2011. Gríðarlega fjölbreyttur hópur hefur hlotið styrki á þessum tíma.

Kynntu þér málið

 • Sæktu um styrk úr Samfélagssjóði:
  Heimilisfang sjóðsins er: Samfélagssjóður Landsbankans, Austurstræti 11, 155 Reykjavík.