Fyrirtækjaráðgjöf
Kaup og sala á fyrirtækjum
Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með kaupum og sölum á fyrirtækjum eða rekstrareiningum. Í slíkum ferlum sér Fyrirtækjaráðgjöf um allt kaup- eða söluferlið, hefur umsjón með áreiðanleikakönnunum ef við á og stýrir samningaviðræðum.
Fyrirtækjaráðgjöf leitar einnig að hentugum fjárfestingarkostum fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Þar vinnur Fyrirtækjaráðgjöf náið með viðkomandi fjárfesti við skimun mögulegra fjárfestingarkosta í þeim tilgangi að finna þau fjárfestingartækifæri sem henta og skila ávinningi fyrir fjárfestinn.
Fjárhagsleg endurskipulagning
Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja. Fyrirtækjaráðgjöf leggur fram sitt mat á þörf á endurskipulagningu efnahags fyrirtækja, stýrir viðræðum við lánardrottna og hefur umsjón með öflun nýs eigin fjár.
Skráning á verðbréfamarkaði
Fyrirtækjaráðgjöf þjónustar félög sem skráð eru á verðbréfamarkað. Þessi þjónusta felst meðal annars í umsjón með hlutafjárútboðum og nýskráningu fyrirtækja á markað. Fyrirtækjaráðgjöf hefur einnig umsjón með yfirtökutilboðum og afskráningu skráðra fyrirtækja.
Fjármögnun
Fyrirtækjaráðgjöf hefur umsjón með fjármögnun fyrirtækja, hvort sem hún felur í sér öflun hlutafjár, lánsfjár frá fjármálastofnunum, útgáfu skuldabréfa eða annars konar fjármögnun.