Panta gjaldeyri

Sparaðu þér tíma og pantaðu gjaldeyri á netinu

  1. Pantaðu gjaldeyri með því að fylla út formið og senda.

  2. Starfsmaður útibús hefur samband og staðfestir pöntun

  3. Tilkynning er send með SMS skilaboðum þegar gjaldeyririnn er tilbúinn til afhendingar.

  4. Þú sækir gjaldeyrinn næsta virka dag í útibú Landsbankans að eigin vali. (Vesturbæjarútibú (137) er eina útibúið þar sem úttekt á gjaldeyri er ekki möguleg.)

Ef pöntun er ekki sótt innan fimm virkra daga frá því hún hefur verið afgreidd er hún bakfærð án frekari kostnaðar.


Nú þurfa viðskiptavinir ekki lengur að framvísa farseðli við kaup á gjaldeyri og skilyrði um að aðeins sé hægt að kaupa gjaldeyri í aðalviðskiptabanka og innan ákveðins tímaramma eiga ekki lengur við.

Nánar

Panta gjaldeyri


    Vinsamlega athugið – pöntun er ekki móttekin nema eftirfarandi sé útfyllt:

Fylla verður út í alla reiti áður en umsókn er send.


  1. Það gengi sem hér er sýnt er til viðmiðunar en gæti tekið breytingum við afgreiðslu pöntunar. Þegar pöntun er afgreidd verður tekið mið af því gengi sem er í gildi.
  2. Úttektarreikningur verður skuldfærður fyrir fjárhæð pöntunar þegar hún hefur verið afgreidd. Sé innstæða reiknings ekki næg verður pöntunin ekki afgreidd. Aðeins er heimilt að skuldfæra af reikningi þess sem pantar gjaldeyri. Jafnframt þarf reikningseigandinn sjálfur að sækja gjaldeyrinn og framvísa persónuskilríkjum.