Fréttir

19. desember 2018 10:53

Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót

Þjónustuver Landsbankans verður opið helgina fyrir jól frá klukkan 12-18, þ.e. laugardaginn 22. desember og á Þorláksmessu, sunnudaginn 23. desember. Útibú, afgreiðslur og Þjónustuver Landsbankans verða lokuð á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag, nema hvað Þjónustuver fyrirtækja verður opið frá kl. 9-12 á gamlársdag.

Einstaklingar geta haft samband við Þjónustuver Landsbankans með því að hringja í síma 410 4000, nýta sér netspjallið á vef Landsbankans, senda tölvupóst í netfangið landsbankinn@landsbankinn.is eða senda skilaboð í gegnum Messenger.

Starfsfólk fyrirtækja getur haft samband við Þjónustuver fyrirtækja með því að hringja í síma 410 5000 eða senda tölvupóst í netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.


Afgreiðslutími Landsbankans um jól og áramót
22. des Laugardagur Opið í Þjónustuveri einstaklinga kl. 12-18
23. des Sunnudagur Þorláksmessa Opið í Þjónustuveri einstaklinga kl. 12-18
24. des Mánudagur Aðfangadagur Lokað
25. des Þriðjudagur Jóladagur Lokað
26. des Miðvikudagur Annar í jólum Lokað
27. des Fimmtudagur   Opið  
28. des Föstudagur Opið
29. des Laugardagur   Lokað
30. des Sunnudagur Lokað
31. des Mánudagur Gamlársdagur Lokað
(Opið í Þjónustuveri fyrirtækja kl. 9-12)
     
1. jan Þriðjudagur Nýársdagur Lokað
2. jan Miðvikudagur   Opið

15. júlí 2019 10:35

Landsbankinn valinn besti banki á Íslandi

Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Landsbankann besta bankann á Íslandi. Euromoney útnefnir árlega bestu banka víða um heim og veitir þeim viðurkenninguna Award for Excellence. Við útnefninguna er litið til ýmissa þátta í rekstri og stefnu bankanna, eins og afkomu af reglulegri starfsemi, kostnaðarhagræðingar og þjónustuframboðs.


Nánar

12. júlí 2019 15:45

Viðbótarlífeyrissparnaður inn á lán – úrræði framlengt um 2 ár

Heimild til að nýta viðbótarlífeyrissparnað inn á lán vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota hefur verið framlengd um tvö ár, þ.e. til 30. júní 2021.


Nánar

19. júlí 2019 09:33

Umræðan: FaceApp getur gert hvað sem er við myndirnar þínar

Með því að samþykkja skilmála og persónuverndarstefnu FaceApp gefa notendur appinu víðtækan rétt til að nota myndirnar þeirra og nöfn í hvaða tilgangi sem er. Þessi réttur er varanlegur, endalaus og óafturkallanlegur.


Nánar