Fréttir

07. maí 2018 16:27

Opnað fyrir umsóknir um styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans

Menningarnótt

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans vegna Menningarnætur sem haldin verður 18. ágúst. Veittir eru styrkir á bilinu 100.000-500.000 kr. til hópa og einstaklinga sem vilja skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði á Menningarnótt.

Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Landsbankans sem hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Hægt er að sækja um á www.menningarnott.is til 24. maí.

Sækja um styrk á vef Menningarnætur 

 

20. ágúst 2018 15:57

Stuð og stemning í Landsbankanum á Menningarnótt

Fjöldi fólks lagði leið sína í Landsbankann í Austurstræti á Menningarnótt 18. ágúst sl. og naut þar fjölbreyttrar dagskrár, líkt og glöggt má sjá af myndum sem þar voru teknar. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi hátíðarinnar frá upphafi og ávallt boðið upp á menningardagskrá í Austurstrætisútibúinu.


Nánar

16. ágúst 2018 13:28

Umræðan: Hvað eru bálkakeðjur (e. blockchain) og hverju breyta þær?

Bálkakeðjutæknin er í dag þekktust fyrir að vera á bakvið rafeyrinn bitcoin. Tæknina er þó hægt að nýta á mörgum öðrum sviðum en henni er ætlað að stuðla að auknu trausti í ýmis konar samskiptum og viðskiptum.


Nánar

20. ágúst 2018 10:43

Vikubyrjun 20. ágúst 2018

Í síðustu viku birti Þjóðskrá Íslands vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Vísitalan mældist 607,9 stig í júlí (janúar 1994=100) og hækkaði um 0,3% milli mánaða. Yfir 12 mánaða tímabil hefur vísitalan hækkað um 5,2% sem er mun hóflegri hækkunartaktur en síðustu ár.


Nánar