Endurkaup

Landsbankinn nýtir heimild til kaupa á eigin hlutum í bankanum

Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að nýta heimild til kaupa á eigin hlutum í bankanum sem veitt var á aðalfundi bankans 14. apríl 2016. Kaupin munu nema að hámarki 480 milljónum hluta eða sem nemur 2% af útgefnu hlutafé. Tilgangurinn með endurkaupaáætluninni er að lækka eigið fé bankans og um leið gefa hluthöfum kost á að selja hluti sína í bankanum með gagnsæjum hætti en hömlur á framsali hlutanna féllu niður 1. september 2016.

Tilkynning um kaup Landsbankans á eigin hlutum - 15. september 2016

Tilkynning um kaup Landsbankans hf. á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun - 30. september 2016

Kaup Landsbankans á eigin hlutum á öðru endurkaupatímabili - 31. október 2016

Tilkynning um kaup Landsbankans hf. á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun – lok annars endurkaupatímabils - 9. desember 2016

Kaup Landsbankans á eigin hlutum á þriðja endurkaupatímabili - 13. febrúar 2017