Skuldabréf

Skuldabréf

Landsbankinn veitir þjónustu við kaup og sölu skuldabréfa og ráðgjöf um val á einstökum flokkum. Skuldabréf  er sá  eignaflokkur sem alla jafna er mest viðskipti með á degi hverjum. Á Íslandi er fjölbreytt úrval skuldabréfa með ábyrgð ríkisins í boði, bæði verðtryggð og óverðtryggð.

Algengustu flokkar skuldabréfa með ábyrgð ríkisins eru: Íbúðabréf (HFF), ríkisbréf (RIKB) og ríkisvíxlar (RIKV).

Verðtryggt 25.08.2019 09:53 (Upplýsingar eru 15 mínútna gamlar)
Auðkenni Líftími Kaupkrafa Sölukrafa Kaupverð Söluverð Ávöxtunarkrafa Verðbreyting Fjöldi
HFF150224 2,45 1,15% 1,13% 106,45 106,50 1,06% -0,18% 1
HFF150434 7,24 0,90% 0,77% 121,93 123,10 0,86% 0,00% 0
HFF150644 12,11 0,87% 0,78% 138,50 140,03 0,86% -0,56% 1
LSS150224 2,44 1,84% 1,46% 104,70 105,65 1,60% 0,00% 0
LSS150434 7,12 1,60% 1,48% 116,00 117,00 1,54% 0,00% 0
LSS151155 14,88 1,74% 1,69% 111,70 112,56 1,73% 0,00% 0
RIKS 21 0414 1,60 0,95% 0,88% 104,58 104,71 0,92% -0,04% 2
RIKS 26 0216 6,19 0,75% 0,68% 104,75 105,17 0,67% 0,00% 0
RIKS 30 0701 9,48 0,72% 0,67% 126,25 126,86 0,69% -0,04% 1
RIKS 33 0321 11,53 1,03% 0,83% 124,89 127,75 1,04% 0,00% 0
LBANK CBI 22 2,61 1,84% 1,27% 103,00 104,50 1,60% 0,00% 0
LBANK CBI 24 4,83 1,74% 1,63% 106,25 106,82 1,68% 0,00% 0
LBANK CBI 28 7,98 1,68% 1,60% 111,03 111,78 1,64% 0,00% 0
Óverðtryggt 25.08.2019 09:53 (Upplýsingar eru 15 mínútna gamlar)
Auðkenni Líftími Kaupkrafa Sölukrafa Kaupverð Söluverð Ávöxtunarkrafa Verðbreyting Fjöldi
RIKB 20 0205 0,44 3,81% 3,52% 101,03 101,16 3,75% 0,03% 2
RIKB 22 1026 2,80 3,65% 3,61% 110,58 110,68 3,65% 0,00% 0
RIKB 25 0612 4,90 3,65% 3,61% 122,30 122,57 3,63% 0,00% 0
RIKB 28 1115 7,44 3,66% 3,59% 110,30 110,86 3,62% 0,12% 1
RIKB 31 0124 8,51 3,68% 3,62% 125,90 126,50 3,65% -0,10% 2
LBANK CB 23 3,79 4,53% 4,45% 101,75 102,08 4,49% 0,04% 1

Ríkisskuldabréf

Þeir sem að gefa út skuldabréf fyrir hönd ríkisins eru Íbúðalánasjóður og Seðlabankinn. Íbúðalánasjóður gefur út íbúðabréf og Seðlabankinn sér um útgáfu ríkisbréfa og ríkisvíxla. Bréfin eru gefin út til ákveðins tíma og bera því ólíka gjalddaga. Íbúðabréfin hafa hvað lengstan líftíma á meðan ríkisvíxlarnir eru gefnir út til styttri tíma en eins árs.

Meginmunur þessara þriggja flokka ríkisskuldabréfa er að íbúðabréfin eru verðtryggð og það eru greiddar tvær vaxtaafborganir af bréfunum á ári. Ríkisbréfin og ríkisvíxlarnir eru óverðtryggð og greiðir ríkissjóður eina vaxtaafborgun af bréfunum á hverju ári. Vextir bréfanna ákvarðast af markaðsaðstæðum þegar flokkurinn er gefinn út í fyrsta sinn.

Ávöxtunarkrafa skuldabréfa er sú krafa sem fjárfestir gerir til fjárfestingarinnar og sú ávöxtun sem hann fær á ári ef hann heldur bréfunum til gjalddaga.

Sá sem hyggst fjárfesta  í ríkisskuldabréfi  hefur ávöxtunarkröfu bréfanna til viðmiðunar þegar hann metur hvort bréfið sé vænlegur kostur í samanburði við aðrar fjárfestingarkosti. Fjölmargir áhrifaþættir hafa síðan áhrif á endanlega ákvörðunartöku eins og vaxtastig, verðbólga og vætingar til þróunnar þessara þátta.

Hagkvæm og örugg leið til þess að fjárfesta í ríkisskuldabréfum er að kaupa skírteini í Sparibréfum Landsbréfa


Hvernig fara viðskipti fram?

  • Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf veitir milligöngu um kaup og sölu verðbréfa í síma 410 4040. Einnig er hægt að senda viðskiptabeiðni á verdbrefaradgjof@landsbankinn.is
  • Í útibúum Landsbankans þar sem ráðgjafar aðstoða þig.
  • Boðið er upp á viðskipti með verðbréf í netbankanum. Þar er jafnframt hægt að skrá sig í reglubundinn sparnað í sjóði.

Verðbréfabæklingur (PDF)
Nánari upplýsingar um verðbréfaviðskipti
Fyrirvarar um verðbréfaviðskipti
Skilmálar


Allar upplýsingar sem eru birtar á þessari síðu eru samkvæmt bestu vitund Landsbankans og ætlaðar til fróðleiks, en ekki sem grundvöllur viðskipta. Landsbankinn ber ekki ábyrgð á hugsanlegum villum eða töfum upplýsinga og/eða ákvörðunum byggðum á þeim. Upplýsingar eru a.m.k. 15 mínútna gamlar.