Kreditkort

Landsbankinn býður upp á fjölbreytt úrval kreditkorta. Kortin hafa mismunandi eiginleika m.t.t. fríðinda, ferðatrygginga, greiðsluleiða og árgjalda og ættu allir að geta fundið kreditkort við sitt hæfi.

Ný kreditkort

Öll ný kort frá Landsbankanum eru nú snertilaus, sem þýðir að þú getur greitt lægri upphæðir án þess að stinga kortinu í posa eða nota PIN númer. Öryggisráðstafanir lágmarka hættu á misnotkun en Visa greiðslukort og snertilausar greiðslur hafa verið í notkun víða í heiminum um skeið sem þýðir að þú getur notað nýja kreditkortið snertilaust á milljónum sölustaða.

 

Snertilausar greiðslur með greiðslukortumAukakrónur

Aukakrónur er fríðindakerfi Landsbankans og geta viðskiptavinir Landsbankans safnað og notað Aukakrónur sé kreditkort þeirra tengt Aukakrónusöfnun. Í hvert skipti sem þú notar kreditkortið þitt safnar þú Aukakrónum en þú getur fylgst með söfnuninni í netbankanum þínum. Það getur t.d. borgað sig að setja ýmsan fastan kostnað í boðgreiðslur því þá safnarðu Aukakrónum þegar þú greiðir reikninga heimilisins. Þú getur síðan notað Aukakrónurnar hjá fjölmörgum samstarfsaðilum um allt land.

Aukakrónur

Vildarpunktar Icelandair

 

Ferðatryggingar

Ferðatryggingar fylgja öllum kreditkortum Landsbankans. Korthafar með kreditkort frá Landsbankanum þurfa ekki að greiða ferðakostnað með kortinu sjálfu til að ferðatryggingar þeirra gildi á ferðalögum erlendis.

Tryggingar

 

Alþjóðlegt og öruggt

Kreditkort Landsbankans eru alþjóðleg Visa kort sem fylgja nýjustu öryggisstöðlum. Visa er eitt elsta og þekktasta greiðslumiðlunarfyrirtæki heims og tekið er við Visa kortum á milljónum sölustaða um allan heim og í verslun á netinu svo þú nýtur kosta þess og öryggis bæði heima og á ferðalögum.

 

Svona virkjar þú nýja kreditkortið þitt

PIN-númerið er meðal annars aðgengilegt í netbanka Landsbankans á aðgerðahnappi fyrir aftan nýja kreditkortið á „Síðan mín“. Þú getur einnig óskað eftir að fá útprentað PIN númer sent heim í síma 410 4000 eða í næsta útibúi.

Nánari upplýsingar um PIN-númer kreditkorta

Þú virkjar nýja kreditkortið þitt með því að greiða einu sinni með hefðbundnum hætti í posa en þá er kortinu stungið í posann og PIN númerið notað. Þannig virkjar þú aðra eiginleika kortsins og samþykkir um leið skilmála þess. Að lokum þarftu að skrifa nafn þitt á undirskriftarsvæðið á bakhlið kortsins, klippa gamla kortið og eftir það getur þú notað nýja kortið hvar sem er, m.a. snertilaust.

 

Sæktu kortaappið og borgaðu með símanum (Android)

Sækja kortaappið - Android

Nú getur þú sótt sérstakt kortaapp Landsbankans (fyrir Android stýrikerfi) þar sem þú getur geymt bæði debet- og kreditkortin þín í farsímanum og borgað með símanum í posum sem bjóða snertilausa virkni.

Nánar um kortaapp Landsbankans


Kortið berst þér innan tíðar – en þú getur líka pantað

Landsbankinn vinnur að því að skipta út eldri kreditkortum viðskiptavina. Ef þú vilt fá kortið sem fyrst getur þú pantað kortið með því að smella á hnappinn hér til hægri. Þú getur einnig sótt um kortið í næsta útibúi eða í þjónustuveri Landsbankans í síma 410 4000.